Fasteignasala nóvember: 21 samningur fyrir 453 milljónir króna

Á Vestfjörðum var 21 samningi þinglýst í síðasta mánuði. Þar af voru 9 samningar um eignir í fjölbýli samtals að upphæð 200 milljónir króna, 9 samningar um eignir í sérbýli fyrir 177 milljónir króna og 3 samningar um annars konar eignir. fyrir samtals 76 milljónir króna. Heildarveltan var 453 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,6 milljón króna.

Af þessum 21 voru 14 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, og upphæð þeirra var 171 milljón króna,  5 samningar um eignir í sérbýli fyrir 114 milljónir króna og 2 samningar um annars konar eignir að upphæð 52 milljónir króna. Heildarveltan var 337 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,1 milljónir króna.

Utan Ísafjarðar voru því 7 samningar, þar af 2 um eignir í fjölbýli að upphæð 29 milljónir króna,  4 samningar um sérbýli að upphæð 63 milljónir króna og  einn samningur um annars konar eignir og var upphæð hans 24 milljónir króna. Upphæð samninganna utan Ísafjarðar var 116 milljónir króna. Meðalupphæð á samning var 16,5 milljónir króna.

Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnu fréttabréfi Þjóðskrár Íslands.