Ekki endilega jarðgöng til Súðavíkur.

Gísli Eiríksson forstöðmaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar segir varðandi Súðavíkurhlíðina að aðstæður þar væru ólíkar Óshlíðinni. Þar hefði grjóthun verið erfiðast en það væri hverfandi á Súðavíkurhlíðinni. Vandinn þar væru snjóflóð og úr þeim drægi með hlýnandi veðurfari. Eins væri fyrirsjáanlegt að aðgerðirnar sem væri unnið að á Súðavíkurhlíðinni myndu skila árangri. Því væri að hans mati ekki einboðið að gerð yrði göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Benti Gísli á að í samgönguáætlun sem komin er í kynningu segir um jarðgangaverkefnið Ísafjörður – Súðavík að það verði hugsanlega leyst með vegskálum. Jarðgangamöguleikarnir eru frá 2,6 km til 6,8 km löng göng.

 

Gísli Eiríksson.

 

DEILA