Bókarfregn að vestan: Þegar afi hætti við að deyja

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þegar afi hætti við að deyja eftir Ásgeir Hvítaskáld með myndskreytingum eftir Ninu Ivanovu. Það er sagan af honum Tóta litla. Hún er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem margir segja að sé ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir unga sem aldna, líkt og allar góðar barnabækur! Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins. Hann skrifaði mikið í Moggann frá Danmörku á sínum tíma. Greinar hans vöktu þá athygli fyrir skemmtilega frásagnargáfu.

DEILA