Bjarnafjarðarbrúin rifin

Frá vettvangi í gær. mynd: Jón Halldórsson.

Gamla brúin í Bjarnarfirði í Strandafirði norðan Steingrímsfjarðar var rifin í gær.  Ný brú hafði verið árum saman á vegaáætlun en oft frestast og var loks gerð sumarið 2018.

Gamla brúin  á Bjarnarfjarðará var byggð árið 1935. Hún var 34,05 m löng steypt bitabrú með timburgólfi og 3,6 m breiðri akbraut.

Í kynningu á gerð nýju brúarinnar var sagt að sú gamla  yfir Bjarnarfjarðará yrði fjarlægð að framkvæmdum loknum og varð það niðurstaðan. Um tíma var rætt að brúin stæði áfram sem göngu og fjárrekstrarbrú.

DEILA