Áramótabrennur 2019

Nú er árinu senn að ljúka og fara þá margir að huga að föstum liðum sem tengjast áramótunum s.s. flugeldum og áramótabrennu. Mörgum þykir ómissandi að hitta vini og vandamenn við brennuna, ylja sér og dáðst að lifandi bálkesti í öruggum aðstæðum.

Rétt er að benda á að um brennur gilda ákveðnar reglur.

Samkvæmt reglugerðinni má aðeins safna brennuefni saman á brennustað eftir jól eða frá 27. desember. Þá er kveðið á um í starfsleyfi heilbrigðiseftirlits hvað megi brenna, en það er hreint timbur, bækur og pappír. Ekki má brenna meðhöndlað timbur s.s. fúavarið eða málað né spónaplötur eða samlímt timbur.

Áramótabrennur verða í öllum þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar, að því gefnu að veður leyfi.

Brennurnar verða á þessum stöðum á gamlárskvöld:
Smábátahöfn á Flateyri kl 20.30
Árvellir í Hnífsdal kl 20.30
Hauganes á Ísafirði kl 20.30
Hlaðsnes í Súgandafirði kl 20.30
Þingeyraroddi á Þingeyri kl 20.20

DEILA