Aðventuhátíð Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík

Nú er sá tími sem aðventukvöld eru haldin víða eða aðventuhátíð eins og þær eru stundum nefndar. Í aðdraganda jólanna er boðskapnum komið á framfæri.
Ein slík samkoma er nú um helgina þegar kór Átthagafélags Strandamanna heldur Aðventuhátíð í Bústaðakirkju, sunnudaginn 8. desember kl. 15:00.
Stjórnandi: Ágota Joó
Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir á píanó leikur Vilberg Viggósson.
Hugvekju flytur Ólafur Sæmundsson.
Fastir liðir eins og Litli jólakórinn og veislukaffi að loknum tónleikum.
Verð aðgöngumiða 5.000 við innganginn en 4.000 í forsölu hjá kórfélögum.

DEILA