Að stíga til hliðar

Í flestum alvöruríkjum tíðkast það að ráðherrar segja af sér, eru settir af eða stíga til hliðar sjálfviljugir, ef þeir eru bendlaðir við sakamál sem koma við ráðuneytum þeirra. Í bananalýðveldum aftur á móti sitja menn sem fastast hvað sem tautar og raular.

Sá góði drengur, Kristján Þór Júlíusson, virðist ætla að hafa þann háttinn á. Stjórnarandstaðan heimtar að hann segi af sér. Gott og vel. En hann þarf ekkert að segja af sér. Auðvitað á hann að víkja tímabundið til hliðar sjálfviljugur. Ef umrætt mál er tilbúningur vondra manna þá kemur það í ljós. Þá verður hann með pálmann í höndum. Ef málið hins vegar er eins slæmt og yfirgnæfandi líkur benda til, eða jafnvel verra, gæti allt eins farið svo að stjórnmálaferill hans sé á enda runninn.

Kristján Þór Júlíusson ætti að stíga til hliðar og horfa á málið þaðan af háfjalli forklárunarinnar. Það er öllum fyrir bestu. Og miklu meiri líkur á að það verði krufið til mergjar strax. Allt annað er kattarþvottur.

Auðunn vestfirski