Rafmagnið kemur og rafmagnið fer

 

Indriði á Skjaldfönn er búinn að standa í ströngu í rafmagnsleysinu á Skjaldfönn.

Kröfur dagsins eftir óveðrið:

 

 

Nú er að verðal lýðum ljóst

línu kröfur hörðu.

Margir segja því með þjóst.

Þær eiga að fara í jörðu!

 

Um óveðrið orti Indriði þetta:

 

Rafmagnið kemur og rafmagnið fer.

Rokurnar lemja húsið hjá mér.

Ísingarhúðun og hált eins og gler.

Heimurinn versnandi barasta er.

 

Að starfi loknu orti Indriði vísu sem hann nefnir: Feginn.

 

‘Eg er kominn heill í hús

úr heljar krísu.

Setti í pottinn eina ýsu

ásamt því að kveða vísu.

 

 

En fengitíminn er hafin í fjárhúsunum og Indriði stóð vaktina svo allt færi að vonum:

 

Bekrar mínir bröltu af stað í brundtíðinni.

Ei það voru erfið spor.

Árangurinn sést í vor.