Vestfirðir: Fjórðungur hagvaxtar kom frá fiskeldi

Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði.

Fram kemur í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um hagvöxt sundurliðaðan eftir landshlutum á árunum 2012-2017 að fjórðungur hagvaxtarins á tímabilinu hafi komið frá fiskeldi eða um 4% af 16%. Verslun, veitinga- og hótelrekstur og
önnur starfsemi, sem tengist að hluta til ferðamennsku skýrir um 5%,  fiskeldi skýrir 4%,
byggingarstarfsemi 3% og opinber starfsemi 3%.

Lítil framleiðni á Vestfjörðum – lakari lífskjör

Framleiðni vinnuafls er minni á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en í öðrum landshlutum segir í skýrslunni. Árið 2017 var framleiðni vinnuafls á Vestfjörðum 70% af framleiðni á höfuðborgarsvæðinu og 85% af meðalframleiðni utan höfuðborgarsvæðisins.
Lítil framleiðni endurspeglast í lífskjörum á svæðinu.

Töluvert er um að fólk sæki annað. Á árunum 2012 til 2017 fluttust rúmlega 3.000 manns frá stfjörðum. Þetta eru 47% íbúafjöldans í byrjun árs 2012. Hreinn brottflutningur
er miklu minni. Á árunum 2012 til 2017 fluttust tæplega 500 manns til annarra
landshluta umfram þá sem komu þaðan. Það eru 7% af íbúafjöldanum í ársbyrjun 2012.

Á móti komu tæplega 400 manns frá útlöndum umfram þá sem fluttust þangað. Alls voru innflytjendur 17% af vinnandi fólki með lögheimili á Vestfjörðum árið 2017.

DEILA