Vellíðan í lífi og starfi – Tekist á við streitu og kulnun

Á morgun fimmtudaginn 7. og þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20-22 verður Helena Jónsdóttir sálfræðingur með námskeið um streitu og kulnun hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði.

Um er að ræða vinnustofa fyrir almenning þar sem þátttakendur fá fræðslu um orsakir, einkenni og afleiðingar streitu og kulnunar auk þess sem þátttakendur læra að greina eigin streituviðbrögð og kortleggja þær leiðir sem þeim geta reynst árangursríkar í baráttu við streitu.

Lögð verður áhersla á umræður og verkefni í vinnustofunni þar sem þátttakendur læra að nota aðferðir þær sem kenndar eru á eigin skinni auk þess sem þátttakendur vinna verkefni heima á milli tíma á vinnustofunni.
Skráning í síma 456-5025 og á frmst@frmst.is

DEILA