Varúð: Hljóðdufl í Seyðisfirði

Rannsóknir á þorsk- og ufsaseiðum á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum fer nú fram í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.

Stóru kerfi hljóðdufla hefur verið komið fyrir í firðinum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir mögulegan skaða, hvort sem það er af kerfinu eða á kerfinu!

Rannsóknin hefur verið tilkynnt Samgöngustofu og Landhelgisgæslu og eins eiga rækjusjómenn að vita af þessum duflum.
Aðrir þeir sem um svæðið fara eru beðnir um að sýna fyllstu aðgát.
Nánar verður sagt frá þessum rannsóknum á BB síðar í dag.

DEILA