Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Nú er opið fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða og styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sem kosin er á Fjórðungsþingi annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Áherslur úthlutana eru auglýstar árlega og byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Í ár er úthlutað milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Hægt er að sækja um til allt að fimm ára, sé verkefnið þess eðlis eða ef um stofn- og rekstrarstyrk er að ræða.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

Fundir um sjóðinn eru haldnir sem hér segir:

Í dag mánudag kl. 17:00 í Ólafshúsi á Patreksfirði
á morgun þriðjudag kl. 17:00 á Höfðagötu 3 Hólmavík
og á miðvikudag kl. 17:00 á Suðurgötu 12 Ísafirði

Hægt er að koma með hugmynd sem ekki eru fullmótaðar og ræða málin. Fundirnir er ókeypis og allir velkomnir.

DEILA