Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Nú er opið fyrir umsóknir úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða og styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sem kosin er á Fjórðungsþingi annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Áherslur úthlutana eru auglýstar árlega og byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Í ár er úthlutað milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Hægt er að sækja um til allt að fimm ára, sé verkefnið þess eðlis eða ef um stofn- og rekstrarstyrk er að ræða.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

Fundir um sjóðinn eru haldnir sem hér segir:

Í dag mánudag kl. 17:00 í Ólafshúsi á Patreksfirði
á morgun þriðjudag kl. 17:00 á Höfðagötu 3 Hólmavík
og á miðvikudag kl. 17:00 á Suðurgötu 12 Ísafirði

Hægt er að koma með hugmynd sem ekki eru fullmótaðar og ræða málin. Fundirnir er ókeypis og allir velkomnir.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!