Tálknafjörður: Fjölmennt þegar Stórahorn kom

Stórahorn við bryggju á Tálknafirði í gær. Myndir: Sigurður Pétursson og Eyrún Viktorsdóttir.

Margir gerður sér ferð á höfnina á Tálknafirði til þess að taka á móti og skoða Stórahorn, nýja fóðurpramma  Arctic Fish sem kom þangað í gær. Stórahorn er sérstaklega smíðaður fyrir krefjandi aðstæður eldissvæðis Arctic Sea Farm við Hvannadal í Tálknafirði og kostaði um 350 milljónir króna.

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri var ánægður með daginn þegar Bæjarins besta heyrði í honum. Hann sagði að liðlega 60 manns hefðu komið og skoðað prammann og þegið veitingar sem starfsfólk fyrirtækisins bauð upp á.

Unga kynslóðin kunni vel að meta nýja skipið.
Aðstaðan um borð er hin glæsilegasta.
Þessir Tálknfirðingar létu sig ekki vanta.
DEILA