Stofnframlög til Vestfjarða fyrir 15 íbúðir

Tölvugerð mynd af svonefndum öryggisíbúðum á Tálknafirði.

Íbúðalánasjóður hefur úthlutað tveimur sveitarfélögum a Vestfjörðum stofnframlögum til bygginga á 15 íbúðum. Reykhólahreppur fékk stofnframlög vegna þriggja íbúða. Kostnaðarverð þeirra er áætlað 92,1 milljón króna og 18% stofnframlag ríkisins er 16.582.214 kr að sögn Tryggva Harðarsonar, sveitarstjóra.

Reglur um stofnframlög gera ráð fyrir að sveitarfélagið leggi fram 12% af stofnkostnaðinum og lánað sé 70%. Stofnframlag Reykhólahrepps verður því 11 milljónir króna. Gatnagerðargjöld og lóðagjöld ganga upp í framlag sveitarfélagsins.

Tálknafjarðarhreppur fékk stofnframlag fyrir 12 íbúðum fyrr aldraða sem eru undir tekju- og eignamörkum.  Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri segir að 18% stofnframlagið frá ríkinu sé 55.296.000 kr. Samkvæmt því er 12% hlutur sveitarfélagsins 36.864.000 kr.

 

Alls var úthlutað stofnframlögum fyrir 3,2 milljarða króna til bygginga á 410 íbúðum og til kaupa á 121 íbúð, langflestum á höfuðborgarvæðinu.

DEILA