skotíþróttir: Leifur vann tvenn verðlaun á landsmóti

Ísfirðingurinn Leifur Bremnes, sem keppir fyrir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar, vann silfurverðlaun í keppni með loftriffli á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem fram fór um helgina á Akranesi og í Borgarnesi.

Leifur keppi einnig í skotfimi í frjálsri aðferð með skammbyssu og náði þar 3. sæti.

Um næstu helgi verður haldið landsmót á Ísafirði í tveimur skotgreinum. Það er annars vegar með riffli 60 skotum og í liggjandi stöðu og hins vegar verður keppt í þríþraut. Keppt verður í innistúkunni á Torfnesi.

Enn er opið fyrir skráningu og sendist  hún á netfangið valurr@smart.is. Einnig er hægt að  hringja í númer 8641341.

DEILA