Sigurður A. Jónsson ráðinn slökkviliðsstjóri slökkviliðs Ísafjarðarbæjar

Sigurður A. Jónsson.

Sigurður A. Jónsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og mun hefja störf í janúar 2020.  Leitað var til Intellecta til þess að veita faglega ráðgjöf við gerð auglýsingar og mat á umsækjendum í samvinnu við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Sigurður er menntaður húsasmiður frá Iðnskólanum á Ísafirði auk þess sem hann hefur lokið námi sem slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Reykjavíkur (höfuðborgarsvæðisins) og sem bráðatæknir (paramedic) frá University of Pittsburgh. Þá hefur hann lokið námskeiði fyrir bráðatækna sérsveita (SWAT) í Palm Springs, Kaliforníu, auk þess að hafa lokið námi fyrir stjórnendur í slökkviliði, í Revinge í Svíþjóð árin 2003 og 2005. Sigurður hefur aflað sér reynslu sem slökkviliðsmaður, bráðatæknir og stjórnandi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, auk þess að búa að reynslu sem öryggisstjóri og bráðatæknir hjá Álverinu á Reyðarfirði á byggingartíma þess, sem öryggisstjóri og bráðatæknir (health and safety manager) í gullnámu og vinnubúðum hjá Angel Mining Gold A/S á suður Grænlandi og úr núverandi starfi sem öryggisfulltrúi hjá VHE.

DEILA