Samherji með sómagen

Vestfirskir hagyrðingar eru heldur betur í stuði eftir Kveikþáttinn í gærkvöldi þar sem Samherji var tekinn til bæna og þeir bættu vísum í safnið í dag.

Indriði á Skjaldfönn:

 

Spillingar í fúafen

feldi græðgin drengi.

Samherji með sómagen

sést ei hefur lengi.

Fram kom í dag krafa um að frysta eigur Samherja og Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum orti að bragði:

 

Eigendur búnir til aflandsvistar,
alls ekki þykir nóg.
Eignirnar skulu formlega frystar
í flaggskipi út á sjó.

 

Jón Atli bætti svo við með þessum orðum: Enginn veit hvað át gefur, fyrr en í askana er látið; eins og splunkunýr málsháttur segir:

 

Buguð þjóð og brotin smá,
beiskan kaleik sýpur.
Nú má fjöldinn flykkjast á
fiskidag á Kýpur.

DEILA