Samferða Ísafjörður

Facebook síðan Samferða Ísafjörður hefur verið á vefnum síðan síðan 29. mars 2012. Einkunnarorð síðunnar eru: Verum samferða, fram og til baka, eða hálfa leið.
Á síðunni er ýmist auglýst eftir ferðum eða boðnar ferðir. Einnig er verið að biðja fyrir pakka eða hluti sem gleymst hafa. Meðlimir síðunnar eru 5593 og fer þeim stöðugt fjölgandi.

Mest er um að ræða ferðir um helgar og flestir bjóða eða óska eftir ferðum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og er þá oftast talað um þátttöku í bensínkostnaði.

Á einum degi geta komið tilboð og óskir um ferðir svo margar að um sé að ræða álíka marga farþega og Iceland air connect flytur á einum degi til Ísafjarðar.

Í þessu dæmi er svo að sjá að samfélagsmiðillin, sem svo er nefndur, sé nýttur á skynsamlegan hátt til hagsbóta fyrir alla viðkomandi.

DEILA