Sætabrauðsdrengirnir í Bolungarvík

Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Ísfirðingnum Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara mæta vestur og koma öllum í hátíðaskap. Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu í Bolungarvík laugardagskvöld kl. 20:00

Þeir sem hafa verið á tónleikum drengjanna hafa orðið vitni að frábærum flutningi enda hafa þessir söngvarar verið meðal okkar bestu og þekktustu listamanna um árabil. Áheyrendur vita einnig að þótt hátíðleikinn og gæðin séu í fyrirrúmi þá er stutt í grínið og gamanið. Tónlistin er fengin víða að en Halldór Smárason píanóleikari hefur útsett megnið af tónlistinni sem flutt verður af einstöku listfengi. Miðasala við innganginn.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!