Önundarfjörður: framkvæmdafé í hjólabraut og ærslabelg

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi frá hverfisráði Önundarfjarðar um að nota fé til þess að gera hjólabraut fyrir börn sem fullroðna á Flateyri. Kostnaðaráætlun er um 600 þúsund krónur sem felst í vinnuframlagi og tækjanotkun í fimm daga. Tvær staðsetningar koma til greina fyrir hjólabraut. Er önnur við hafnarsvæðið og hin utan við Grunnskólann.

Áður hafði verið samþykkt að gera timburpall og skjólvegg við ærslabelginn. Kostnaðaráætlun við það verk var um 1,6 milljónir króna en kostnaðurinn varð 1,1 milljón króna. Því stóðu eftir 845 þúsund krónur af framkvæmdafé því sem hverfisráðið hefur til umráða, sem hefur nú verið samþykkt að verja til hjólabrautar á Flateyri.

DEILA