Nýjar umhverfisvænni umbúðir frá Örnu

Arna, laktósafría mjólkurvinnslan í Bolungarvík, kynnir nú til leiks nýjar umhverfisvænni umbúðir fyrir þykku ab mjólk sína. Pappi er aðal hráefnið í dósinni sjálfri og lokið verður úr áli, auk þess sem að plastskeið og auka plastlok eru kvödd. Þannig minnkar Arna plastnoktun um 85% miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir.

„Okkar stefna er að starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur” segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri Örnu. „Nýju umbúðirnar okkar eru að fullu endurvinnanlegar, þær fara með öðrum pappa í endurvinnslu þótt að í þeim sé nettur plast kross til styrkingar. Á næstu mánuðum hyggjumst við færa alla jógúrt og skyr framleiðslu okkar í slíkar pappaumbúðir auk þess að við skiptum öllum plastbökkum út fyrir pappabakka” bætir Hálfdán við.

Um Örnu

Arna hóf framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum í Bolungarvík fyrir sex árum. Vöxtur í vöruframboði hefur verið mikill á þeim tíma. Arna býður nú upp á 38 vörur í ýmsum vöruflokkum, allt frá drykkjarmjólk til kryddosta.

DEILA