Ljósin tendruð á jólatrjánum

Í Bolungarvík verða ljósin á jólatrénu við Félagsheimilið tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember 2019 kl. 17:00
Flutt verður hugvekja, Kirkjukór Bolungarvíkur syngur og í boði verða smákökur og súkkulaði.
Dansað verður kringum jólatréð og jólasveinar koma til okkar ef Grýla man eftir því að vekja þá.

Ljósin verða tendruð á jólatrjám í Ísafjarðarbæ helgarnar 30. nóvember-1. desember og 7.-8. desember. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði á hverjum stað; ljúfir jólatónar og jólasveinar sem gleðja bæði börn og fullorðna.

30. nóvember – Ísafjörður
Ljósin tendruð á jólatrénu á Silfurtorgi klukkan 16:00. Torgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar hefst klukkan 15:30.

1. desember – Flateyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Flateyri klukkan 16:00.

7. desember – Suðureyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Suðureyri klukkan 16:00.

8. desember – Þingeyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Þingeyri klukkan 16:00.

Kveikt verður á ljósum jólatrjáa Vesturbyggðar 4. og 5. desember.

Ljósin verða tendruð á Friðþjófstorgi á Patreksfirði miðvikudaginn 4. desember kl. 17

Boðið verður upp á ilmandi heitt súkkulaði og piparkökur, ásamt tónlistaratriðum. Einnig verður glænýr jólaljósa-hnappur tekinn í notkun sem „Karlarnir í skúrnum“ hafa verið að smíða að undanförnu.

Við hvetjum fólk til þess að taka uppáhalds jólabollann sinn með sér undir heita súkkulaðið!

DEILA