Körfubolti: Vestri mætir Breiðablik í Jakanum í kvöld

Vestri tekur á móti Breiðabliki á Jakanum, föstudaginn 22. nóvember kl. 19:15.
Við hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja strákna.
Þetta er mikilvægur leikur gegn sterku liði.

Að leik loknum verður stuðningsmannakvöld á Edinborg Bistro sem hefst strax eftir leik. Þar gefst stuðningsmönnum tækifæri á að ræða við Pétur og Baldur þjálfara liðsins um leikinn eða það sem af er tímabilinu, og auðvitað eiga saman skemmtilega stund. Allir velkomnir!

Að vanda verða hinir sívinsælu Vestraborgarar framreiddir rétt fyrir leik og verður grillið orðið heitt um 18:30.
Stakur borgari með gosi og meðlæti: 1.500 kr.
Fjjölskyldutilboð 4 borgarar, gos og meðlæti: 5.000 kr.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!