karfan: Vestri vann Snæfell

Karlalið Vestra bar sigurorð af Snæfelli frá Stykkishólmi í gærkvöldi 95:77 í Jakanum á Ísafirði.

Snæfell hafði fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en Vestramenn unnu anna leikhluta með 10 stiga mun og höfðu 6 stiga forystu í hálfleik. Þriðja leikhluta vann Vestri með 17 stiga mun og gerði þar með út um leikinn.

Nebojsa Knezevic gerði 27 stig, Ingimar Aron Baldursson 19 stig og Hilmir Hallgrímsson 12 stig.

Vestri er nú í fjórða sæti 1. deildar eftir 9 leiki með 10 stig.