Ísfirskur skíðamaður á rétt á bótum

Viðar Kristinsson, Ísafirði var í gær dæmdur réttur til bóta vegna tjóns  sem hann varð fyrir í snjóflóði í Eyrarfjalli í Skutulsfirði í janúar 2015. Landréttur komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Reykjavíkur fyrr á þessu ári.

Viðar var á fjallasíiðum í Eyrarfjalli við annan mann og snjóflóð fór af stað. Barst hann niður með flóðinu og varð fyrir líkams- og eignatjóni. Snjóflóðið fór af stað vegna skíðamannanna og bar tryggingarfélagið því við að það bætti ekki tjón vegna snjóflóða  sbr ákvæði í skilmálunum : að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara.

Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu. Viðlagatrygging hafnaði  bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldumog að hún bætti aðeins tjón vegna flóða sem flokkuðust sem náttúruhamfarir.

Viðar stefndi því tryggingarfélaginu, Sjává almennum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að  ákvæði tryggingarskilmálanna undanþægi tryggingarfélagið frá bótaskyldi ef flóðið væri vegna náttúruhamfara en ekki ef það væri af mannavöldum. Landsréttur hefur nú staðfest þann skilning.

Niðurstaðan er því að Viðar á rétt á bótum og tryggingarfélagið var dæmt til að greiða málskostnað.

Málið gæti farið til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort því verði áfrýjað þangað. Verði þar sama niðurstaða verður næsta skref að ákvarða fjárhæð bótanna.

Viðar Kristinsson sagði í samtali við Bæjarins besta í dag að hann vildi að málaferli hans leiddu til þess að fjallaskíðafólk gætti að réttindum sínum og að það lægi framvegis skýrt fyrir hver réttur þess er ef snjóflóð fer af stað. Þá hefði komið honum á óvart í málaferlunum að skilgreining á snjóðflóði virtist vera mismunandi eftir því við hvern var rætt.

DEILA