Ísafjarðarbær setur siðareglur fyrir starfsmenn

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt siðareglur fyrir starfsmenn bæjarins.

Markmiðið með reglunum er að skilagreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni við störf sín. reglurnar eiga að stuðla að því að starfsmenn sýni hver öðrum, íbúum og viðskiptavinum heiðarleika, virðingu, trúnað, góða þjónustulund og réttsýni.

Í reglunum eru ákvæði um starfsskyldur, trúnað, samskipti og framkomu , hæfi og jafnræði svo nokkuð sé nefnt.

Um hagsmunaárekstra segir að starfsmenn skuli setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og far avel með það vald sem þeim er falið. Skuli þeir gæta meðalhófs og ekki nýta vald sitt í eigin þágu, skyldmenna eða annarra tengdra aðila.

Þá er kveðið á um að starfsmönnum  sé óheimilt að þiggja gjafir , greiðslur eða fríðindi ef túlka má það sem endurgjald fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.

Siðareglurnar undirgangast starfsmenn við undirritun ráðningarsamnings.

 

DEILA