Ísafjarðarbær: fjárhagsáætlun 2020 lögð fram

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir næsta ár var lögð fram á fimmtudaginn í síðustu viku til fyrri umræðu. Samþykkt var að vísa henni til síðari umræðu ásamt breytingartillögum sem fram komu frá Í listanum.

Minnihlutinn lagði til að :

framlag til Blábankans verði hækkað um 2  milljónir króna,

að tryggð verði framlög til skapandi sumarstarfa og stefnumótunar í fjármálum sveitarfélagsins,

að framlög til fjárfestingar í fráveitum hækki úr 5 m.kr. í 120 m.kr.

að Hornstrandarstofa og Tankurinn á Þingeyri verði sett á fjárfestingaráætlun.

Þá óskar Í listinn eftir kynningu á tveimur verkefnum sem er að finna á fjárfestingaráætlun 2020-2023 , en hafa ekki fengið umræðu í bæjarstjórn til þessa, viðbygging á Eyri og nýframkvæmdir á skíðasvæðinu.

Gerð verður grein fyrir tillögu meirihlutans að fjárhagsáætlun þegar hún hefur borist.

DEILA