Fræðslumiðstöð Vestfjarða – Grunnmenntaskóli

Viltu læra með skemmtilegu fólki segir í tilkynningu frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þar segir einnig að síðastliðið vor hafi útskrifast hópur sem tók „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ og vegna þess hve vel tókst til og nemendur voru ánægðir þá ætlar Fræðslumiðstöðin að bjóða aftur upp á bóklega áfanga.
Ef þú hefur ekki lokið grunnáföngum í íslensku, stærðfræði, ensku eða upplýsingatækni og vilt frekar vera í staðnámi, heldur en fjarnámi, þá er þessi námsleið tilvalin.

Grunnmenntaskólinn er námsleið sem kennd er eftir námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Um er að ræða 300 kennslustunda (200 klukkustunda) nám ætlað þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa minna en fjögurra ára nám í framhaldsskóla.

Grunnmenntaskólinn er haldinn í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði sem metur námið til eininga á móti undirbúningsáföngum í bóknámi eða sem val. Eins getur námið verið hluti af þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í fisktækni. Þá er Grunnmenntaskólinn kjörinn fyrir þá sem ekki hafa verið í skóla í langan tíma en vilja komast aftur af stað í námi.

Námið hest 26. nóvember og er kennt á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17:30-21:30

DEILA