Fasteignamarkaðurinn október : 21 samningur og 456 milljónir króna

Thingeyri. Westfjords, Iceland.

Í fréttatilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamarkaðinn í október segir að á Vestfjörðum hafi 21 samningi verið þinglýst. Þar af voru 9 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 456 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,7 milljón króna.

Af þessum 21 voru 11 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 266 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,2 milljónir króna.

Á Vestfjörðum utan Ísafjarðar var 10 samningum þinglýst. Þrír samningar voru um fjölbýli, fimm samningar um sérbýli og tveir um annars konar eignir. Veltan var 190 milljónir króna.

Októbermánuður var með fjórða hæstu veltuna á árinu fyrir Ísafjörð.

DEILA