Ekki margar athugasemdir við slökkvilið Ísafjarðarbæjar

Mannvirkjastofnun gerir mun færri athugasemdir við slökkvilið Ísafjarðarbæjar í úttekt sem gerð var í júní síðastliðinn en stofnunin gerði við slökkvilið Vesturbyggðar. En fram kemur að ekkert hefur verið aðhafst vegna athugasemda sem stofnunin gerði 2016 og eru þær ítrekaðar. Alls eru listuð 9 atriði sem þarfnast úrbóta og 3 atriði sem vantar.

Þær athugasemdir eru að endurskoða þarf brunavarnaáætlun, upplýsingar um vatn fyrir slökkvikerfi, slökkvivatn  og eftirlit með virkni brunahana er ekki í samræmi við kröfur laga og úrbóta er þörf á uppsetningu loftpressu og krafa er um öryggiskeðjur á slöngur.

Þá vekur Mannvirkjastofnun athygli á því að sömu athugasemdir varðandi slökkvivatn voru gerðar 2014.

DEILA