Dokkan: Vestfirskur jólabjór

Laugardaginn 9. nóvember verður haldið uppá það í Dokkunni að jólabjórinn er komin í sölu. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 og stendur til kl. 23.00.
Villi Valli og Sammi ætla að heiðra okkur með nærveru sinni fljótlega eftir opnun, seinna um kvöldið koma svo Gummi Hjalta og Dagný og halda uppi fjörinu.

Dokkan brugghús er fjölskyldufyrirtæki á Ísafirði stofnar í október 2017, þar sem eigendum fannst vanta brugghús á Vestfjörðum. Fyrsti bjórinn leit dagsins ljós í byrjun sumars 2018. Fyrirtækið hefur aðsetur að Sindragötu 11 en þar fer öll starfsemin fram. Þetta er vestfirskt handverk og því var ákveðið að leita ekki langt yfir skammt og fengum við heimamann til að sjá um að bruggun færi rétt fram. Bruggarinn okkar er Dokkupúki og hefur stúderað og bruggað bjór í mörg ár. Þess má geta að svæðið við smábátahöfnina er í daglegu tali kallað Dokkan af heimamönnum.

Aðaluppistaðan í Dokkubjórnum er að sjálfsögðu vatn. Þegar Vestfjarðagöngin voru byggð á árunum 1991-1996 urðu miklar tafir á framkvæmdum vegna stórra vatnsæða sem opnuðust en þegar til kom reyndist vatnið íbúum Ísafjarðar mikill happafengur. Í dag er allt neysluvatn á svæðinu fengið úr göngunum. Í bjórinn okkar er því notað ákaflega gott og tært lindarvatn sem á upptök sín í tignarlegum fjöllum Vestfjarða. Vatnið er náttúrulega síað og algerlega hreinsað í gegnum 14 milljón ára gömul hraunlög. Staðsetningin og einstakar jarðfræðilegar aðstæður skapa náttúrulega lágt steinefnainnihald og hátt basískt jafnvægi, án aukefna, sem gefur hreinna og frískara bragð.

DEILA