Bók um Halaveðrið

Aðfaranótt 8 febrúar árið 1925 skall á fárviðri og stórhríð úr norðaustri, með mikilli ísingu, og náði veðrið þvert yfir landið vestanvert. Á Halamiðum voru þá margir togarar að veiðum. Togarinn Egill Skallagrímsson var mjög hætt kominn, hann fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina. Í næstum tvo sólarhringa var unnið að þvi að reyna að rétta skipið við, en bæði kol og salt höfðu kastast út i aðra hliðina þegar brotsjórinn skall á skipinu þannig að skipið rétti sig ekki aftur. Þegar búið var að moka nokkru magni til komu fleiri brotsjóir og lögðu skipið aftur á sömu hlið. Í 36 klst. var unnið að því að rétta skipið, auk þess sem stöðugt varð að dæla sjó úr skipinu, þar sem sjór rann inn um brúargluggana og jafnvel inn um skorstein skipsins, svo mikil var slagsíðan. Á öðrum og þriðja degi tóku togararir að tínast í höfn, klakabrynjaðir, allir meira og minna laskaðir, margir höfðiu misst lífbáta, og loftnetsstangir þannig að þeir gátu ekkert gert vart við sig. Margir voru þeir mjög hætt komnir í óveðrinu. Ekkert spurðist til tveggja togara, Leifs Heppna og Fieldmarshal Roberts, og engin neyðarskeyti heyrðust frá þeim. Lengi héldu menn í vonina um að þeir hefðu komist í var, en þær vonir dvínuðu fljótt. Þann 14 febrúar lögðu 15 togarar og varðskipið Fylla af stað til leitar frá Reykjavík, og gerð var umfangsmikil leit að togurunum næstu daga. Leitað var á 60 þúsund fermílna svæði út af Vestfjörðum og suður fyrir Reykjanes, en án árangurs og voru áhöfn.

Þrjú skip fórust í þessu óveðri, togararnir Leifur heppni frá Reykjavík og Fieldmarshal Robertson, gerður út af Hellyersbræðrum frá Hafnarfirði og mótorbáturinn Sólveig, sem reri frá Sandgerði strandaði á Stafnesskerjum og fórst þar með allri áhöfn. Með þessum 3 skipum fórust alls 68 manns.

Í bókinni lýsir Steinar J. Lúðvíksson baráttu togarasjómanna við verðurofsann sem og hamförum á landi og styðst m.a. við frásagnir þeirra er náðu heilir í höfn. Steinar gjörþekkir sjóslysasögu Íslands og er höfundur stórvirkisins Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum og naut mikilla vinsælda.

DEILA