Arctic Fish : enginn ráðherra. Samherji: tveir ráðherrar

Frétt Fréttablaðsins um vígsluna á Dalvík. Mynd: Fréttablaðið.

Fyrir skömmu  opnaði Arctic Fish á Tálknafirði stærsta seiðaeldisstöð landsins og þótt víðar væri leitað. Stöðin er 10.000 fermetrar að stærð og kostaði um 4 milljarða króna. Enginn ráðherra mætti og reyndar enginn þingmaður heldur.

Önnum kafnir stjórnmálamenn létu þennan merka atburð framhjá sér fara þrátt fyrir að opnunin hafi verið miðuð við að henta ráðamönnum.

 

Í gær var opnað nýtt og glæsilegt fiskvinnsluhús á Dalvík sem eru tæplega 10.000 fermetrar. Áætluð fjárfesting í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna samkvæmt áætlun Samherja vorið 2017.

Þar máttu sjá tvo ráðherra og að minnsta kosti tvo aðra alþingismenn.

 

 

Sjókvíaeldið er stærsti vaxtarbroddur í íslenskum sjávarútvegi og mun innan fárra ára gefa svipaðar útflutningstekjur og allar þorskveiðar landsmanna. Það stendur greinilega langt að baki fiskvinnslunni fyrir norðan í virðingarröðinni. En unga fólkið á Tálknafirði stóð sig bara vel.

Þessi mynd er frá Tálknafirði.
DEILA