Vestfirðir: Skorið niður í sóknaráætlun

Í  minnisblaði stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 9. september 2019 er gerð grein fyrir skiptingu grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta fyrir árin 2020- 2024.

Fram kemur í því að framlög til Vestfjarða lækka um tæpar 10 mkr.

Stjórn Vestfjarðastofu, sem jafnframt er stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, lýsir miklum vonbrigðum með lækkun framlaga til Vestfjarða og óskar eftir  nánari skýringa á forsendum útreikninga.

Í bókun stjórnarinnar segir ennfremur:

„Eins mótmælir stjórn Vestfjarðastofu tillögu í frumvarpi til fjárlaga 2020 um lækkun framlaga til Sóknaráætlana um 15 mkr eða 2 %. Krefst stjórn leiðréttingar á þessar lækkun í fjárlögum 2020. Sömuleiðis verði fylgt eftir áherslum ríkisstjórnar um eflingu byggðamála með hækkun framlaga til sóknaráætlana, í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árið 2021-2025 sem lögð verður fram á vorþingi 2020.“

DEILA