Verslunin opnar í Súðavík

Sagt er frá því á vefsíðu Súðavíkurhrepps að verslun hefur aftur opnað í Súðavík eftir nokkurra mánað hlé. Þau Matthias og Claudia hefa opnað verslunina í Grundarstræti, en formleg opnun var þann 30. september.

Bragi Thoroddsen sveitarstjóri segir að þetta sé mikilvægur þáttur í samfélaginu í Súðavíkurhreppi. Er stefnt á að hafa opið fyrir frekari þjónustu í húsnæðinu og hafa opið einhver kvöld og kannski um helgar í kring um viðburði, en kynning á því bíður betri tíma. Þrátt fyrir að stutt sé í Bónus og Nettó, í nágrannabyggðarlagið Ísafjarðarbæ, þá er þetta kærkomið fyrir marga.

Verslunin mun hafa upp á að bjóða einkum nauðsynjavörur, en spurningalisti var borinn út á öll heimili í Súðavík fyrir skemmstu. Þá var boðið upp á að koma að óskum í gegnum facebook síðu verslunarinnar; Kaupfélagið Súðavík.

DEILA