Sóli Hólm til Bolungavíkur

Eftir 27 uppseldar sýningar á uppistandinu Varist eftirhermur víða um land mætir Sóli Hólm til Bolungarvíkur og stígur á svið í félagsheimilinu fimmtudaginn 17. október. Titill sýningarinnar er lýsandi þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm. Sóli Hólm sló í gegn á síðasta ári þegar hann setti sína fyrstu uppistandssýningu á svið í byrjun árs. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu á endanum 35. Þà sýningu notaði Sóli meðal annars til að gera upp baráttu sína við krabbamein sem hann sigraðist á árið 2017. Nú einbeitir Sóli sér að því sem hann gerir best og það er að herma eftir.

Húsið opnar kl 20:00 og  sýning hefst kl 21:00.

Aðgangseyrir 3.990 kr.

DEILA