Þriðjudagur 23. apríl 2024
Patreksfjarðarprestakall- auglýst eftir presti

Patreksfjarðarprestakall- auglýst eftir presti

Patreksfjarðarkirkja.
Biskup Íslands hefur auglýst eftir presti, eða guðfræðingi sem uppfyllir skilyrði til setningar í prestsembætti skv. 38. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, til að sinna prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi. Um tímabundna setningu í prestsembættið er að ræða, frá 1. nóvember 2019 – 31. maí 2020.
Í prestakallinu eru  ein og hálf staða. Kristján Ágústsson er þjónandi prestur og situr á Patreksfirði. Ekki hefur fengist prestur í hálfa stöðu og er nú brugðið á það ráð að auglýsa heila stöðu í hálft ár yfir annasamasta tíma ársins.

DEILA