Ostur er veislu kostur

Í nóvember heldur Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur námskeið á Hólmavík, Patreksfirði og Bolungarvík í ostagerð.
Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í heimavinnslu mjólkur, með áherslu á ostagerð. Námskeiði er bæði verklegt og í fyrirlestraformi.
Markmiðið er að efla færni í gerð osta og kynna möguleika heimaframleiðslu. Skoðuð er framleiðsla einstakra ostategunda til að fá tilfinningu fyrir muninum á vinnsluaðferðum. Kynnt verður þróun og saga ostagerðar og einnig fjölbreytileiki mjólkur og sá mikli tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir heimaframleiðslu á ostum og mjólkurafurðum. Á námskeiðinu búa þátttakendur til nokkrar vörur sem þeir taka með heim.

Þátttakendur þurfa að hafa með mér sigti, sleif og þrjá potta (einn stóran og tvo minni – minni pottarnir eru notaðir undir mjólk sem er hituð í vatnsbaði í stóra pottinum).
Skráning á námskeiðin er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og er rétt að taka fram að aðeins 10 manns komast að á hvert námskeið.

DEILA