Listasafn Vestur Barðastrandarsýslu : 33 málverk

Stúlka með blað.

Á fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í síðustu viku var lögð fram samantekt yfir málverk í eigu héraðsnefndar Vestur-Barðastrandarsýslu. Nanna Sjöfn Pétursdóttir kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við skráningu verkana 2009.

Það var Þuríður G. Ingimundardóttir sem hafði og vanda af því að taka saman skrána fyrir 10 árum. Tókst henni ekki að finna út uppruna fjögurra málverka. Alls eru 33 málverk skráð í eigu Héraðsnefndar Vestur Barðastrandarsýslu. Nefndin hefur nú verið lögð niður en það sem henni tilheyrði er fært undir forsjá samráðsnefndarinnar að sögn Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð.

Það var Guðmundur Andrésson, gullsmiður frá Gull-þórisstöðum í Gufudalssveit sem gaf máverkasfnið í upphafi. Er það að finna verk eftir Ásgrím Jónsson, Örlyg Sigurðsson, Guðmund Einarsson frá Miðdal, Jón Stefánsson og Júlíönu Sveinsdóttur svo nokkrir séu nefndir.

Þuríður Ingimundardóttir fékk sent bréf árið 2000 frá Leifi Sveinssyni, lögfræðingi sem skýrir uppruna eins verksins stúlka með blað sem málað var 1948 og er eftir Júlíönu Sveinsdóttur , föðursystur Leifs.

Þá eru í eigu Listasafnsins ýmsir skrautmunir sem Guðmundur Andrésson, gullsmiður gaf.

Fram kemur í greinargerð Þuríðar að hvert málverk hafi verið ljósmyndað og þær afhentar þáverandi bæjarstjóra Vesturbyggðar. Málverkin eru geymd á Heilbrogðisstofnuninni í fimm merktum pökkum.

DEILA