Landsbjörg: Ráðstefnan Slysavarnir 2019

Frá ráðstefnunni 2017.

Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnunni Slysavarnir í dag og á laugardaginn. Ráðstefnan fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Hún er haldin á tveggja ára fresti og er nú haldin í þriðja sinn. Til ráðstefnunnar er kallað fagfólk úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi. Þátttakendur af öllu landinu koma saman og má þar nefna starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða.

OpnunarfyrirlesturinnMeaningful Youth Participation in Road Safety

Manpreet Darroch stýrir samskiptasviði YOURS – Youth for Road Safety, frjáls félagasamtök, stofnuð 2009, starfa á heimsvísu og sinna umferðaröryggi. YOURS var stofnað í framhaldi af fyrstu ráðstefnunni fyrir ungt fólk um umferðaröryggis (e.First World Youth Assembly for Road Safety) sem haldin var árið 2007 undir merkjum Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar og fleiri aðila. YOURS er rödd ungs fólks og sem slík félagi í United Nations Road Safety Collaboration (UNRSC).

Manpreet hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir herferðir sínar og hefur starfað að unglinga- og umferðaröryggismálum í meira en áratug og starfað sem slíkur um allan heim. Hann hóf störf hjá YOURS árið 2009 og hefur stýrt þar fjölda herferða meðal annars margverðlaunaðri herferð sem kallast  YOURS Capacity Development Programme.

 

DEILA