Körfubolti: Vestri tapaði

Toppslagur fór fram í 1. deildinni í körfubolta á Ísafirði í gær. Þar áttust við Vestri og Hamar frá Hveragerði en bæði liðin voru taplaus fyrir leikinn í gær. Ljóst var þegar í upphafi að bæði liðin ætluðu sér sigur í leiknum og skiptust þau á forystunni í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náði Hamar forystu en rétt fyrir hálfleik jafnað Vestri leikinn 41:41. Í lok þriðja leikhluta hafði Vestri sjö stiga forystu sem Hamar náði að að vinna upp á fyrstu mínútum fjórða leikhluta og eftir það var jafnt þangað til Hamar seig fram úr á síðustu mínútunum og sigraði 94:90. Stigahæstir í liði Vestra voru Nemanja Knezevic og Nebojsa Knezevic með 34 og 33 stig en Matic Macek skorði 9 stig, Hilmir Hallgrímsson og Marko Dmitrovic skorðu 6 stig hvor og Friðrik Heiðar Vignisson skoraði 2 stig. Í lið Vestra vantaði Ingimar Aron Baldursson og Huga Hallgrímsson. Ljóst er að Vestramenn eru líklegir til að vera í toppbaráttunni í 1 deild.

DEILA