Kaupfélagið vill selja hlutabréf

Skúli ST 5. Ljósmynd: Ingólfur Árni Haraldsson.

Kaupfélag Seingrímsfjarðar Hólmavík, KSH, hefur tilkynnt stjórn Skúla ehf  um áform um sölu á eignarhlut Kaupfélagsins  í Útgerðarfélaginu Skúla ehf. Drangsnesi, en það á 8% hlutafjár.

Nýti stjórn Skúla ekki forkauprétt sinn virkjast forkaupsréttarákvæði hlutafjáreigenda og þeir geta nýtt forkaupsrétt sinn frá 14 desember kl 12:00 til 16 desember kl 12:00.

Frá þessu er greint í fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps. Bókað er að sveitafélagið sem hlutafjáreigandi mun fylgjast með gang mála.

Útgerðarfélagið Skúli ehf var stofnað 2002 og er stærstur hluti veiðiheimilda á Drangsnesi í eigu félagsins. Það gerir út tvo krókaaflamarksbáta Benni ST 5 og Skúli ST 75.

DEILA