Íslandsmeistaratitill í CX hjólreiðum

Nýtt keppnistímabil í hjólreiðum 2020 hófst á helginni með Íslandsmeistaramóti í cyclocross (CX), okkar fólk mætti að sjálfsögðu til leiks. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki örugglega og landaði Íslandsmeistaratitli í CX hjólreiðum. Hafsteinn Ægir Geirsson varð annar í karlaflokkinum.

Í CX keppni er keppt í þrautabraut þar sem keppendur hjóla í hring í 60 mín. Í CX brautinni eru ýmsar hindranir lagðar fyrir keppendur, í þessari keppni þurfti meðal annars að hjóla  upp tröppur, yfir druma, hlið, og sandpitti.

María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson margfaldir Íslands – og bikarmeistara í hjólreiðum eru nýlega gengin til liðs við Vestra. En þau eru meðal öflugasta hjólafólks í landinu.

María Ögn er fædd og uppalinn á Ísafirði, dóttir Sigrúnar Halldórsdóttur og barnabarn Dúdda Hall.  María Ögn er harðkjarna íþróttamaður og hefur alltaf viljað fara hratt, segir í frétt á vefsíðu Vestra. Hún æfði skíði að kappi með SFÍ í 14 ár og og varð 11 ára Andrésarmeistari í stórsvigi.

Hafsteinn er úr 101, Skerjarjafirði, byrjaði í siglingum í Nauthólsvík og æfði íshokkí í 6 ár. Hafsteinn hefur tvisvar keppt í siglingum á ólympíuleikunum.

DEILA