Hrefnuveiðimenn hittast

Nokkrir hrefnuveiðimenn hittust nýlega í Hveravík í Steingrímsfirði og rifjuðu upp gamla og góða daga. Í Hveravík býr Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður frá Hólmavík ásamt Kristínu Einarsdóttur og buðu þau til veislu eins og sjá má á myndinni sem Konráð Eggertsson tók.

Konráð sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg stund og margt sem bar á góma og rifjað var upp.

Á borðinu má sjá fundargerðarbók félags hrefnuveiðimanna og segir Konráð allar fundargerðir og minnispunktar hans vera skráðar á 147 blaðsíðum. Félagið starfaði um þrjátíu ára skeið frá 1989 til 2009.

“Það var sama stjórn allan tímann” segir Konráð. Hann var formaður og með honum í stjórninni voru Gunnar Jóhannsson, Gunnlaugur Konráðsson, Ólafur Haraldsson og Guðmundur Haraldsson. “Einu sinni héldum við aðalfund út í Tælandi” segir Konráð og er greinilega nokkuð skemmt. Síðasti fundurinn sem skráður er í fundargerðarbókinni varí febrúar 2009  með þáverandi sjávarútvegsráðherra Steingrími J. Sigfússyni.