Guðrún Helgadóttir 100 ára

Guðrún Helgadóttir. Mynd: Morgunblaðið.

Guðrún Helgadóttir frá Kollsvík í Rauðasandshreppi varð hundrað ára í gær. Hún fæddist á Láganúpi og ólst upp á Tröð, hjáleigu frá Kollsvík. Guðrún fluttist ung til Reykjavíkur.  Guðrún er stálminnug, glögg og greinargóð  að sögn heimildarmanns Bæjarins besta og sóttur hefur verið til hennar fróðleikur sem fáir aðrir nú til dags búa yfir. Hún og systkini hennar hefur alla tíð sýnt átthögunum ræktarsemi. Árni Helgason í Neðri Tungu var bróðir hennar og afkomendur hans búa við Patreksfjörðinn.

DEILA