Glímuhátíð á Ísafirði á morgun

Í tilefni af 100 ára afmæli Knattspyrnufélags Harðar verður sannkölluð glímuhátíð haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi! Það eru Glímusamband Íslands og Knattspyrnufélagið Hörður sem standa fyrir hátíðinni.

Þrjú mót verða haldin þannig dag í tilefni af þessum merkisviðburði.

Dagskrá:
11:30 – Setningarathöfn
11:45 – Minningarmót um Hermann Níelsson
13:15 – Afmæliskaffi
14:00 – Fyrsta umferð í meistaramóti Íslands, Minningarmót um Guðna kóngabana
16:00 – Keppni um Vestfirðingabeltið
17:00 – Mótslit

ATH tímasetningar geta breyst vegna mismunandi lengd móta.

Hátíðin hefst  á barnamóti Harðar sem ber titilinn Minningarmót um Hermann Níelsson. Hermann er maðurinn sem kom félaginu aftur af stað á sínum tíma eftir langa lægð í félaginu. Hann kynnti til glímu á nýjan leik og er arfleið hans enn í fullu fjöri í dag.

Næst verður haldin keppni í fyrstu umferð í meistaramótaröð Íslands. Við fengum þann heiður að halda fyrstu umferðina hérna á Ísafirði vegna stórafmæli félagsins segir Hákon Óli Sigurðsson. Hann hvetur fólk til að koma og sjá besta glímufólk landsins keppa um meistaratitilinn í glímu! Skráning fer fram á gli@glima.is.

Hátíðinni lýkur með keppni um Vestfirðingabeltið. Þar munu heimamenn etja að kappi um einn fallegasta og dýrmætasta verðlaunagrip Vestfirðinga. Sigurvegarinn verður svo krýndur Glímukóngur Vestfjarða.

Það er því nóg um að vera þennan dag! Ungir sem aldnir eru hvattir til að koma og horfa á og hvetja okkar fólk. Heitt verður á könnuni og afmæliskaka til heiðurs félagsins.

Aðgangur er ókeypis.

DEILA