Drangsnes: bryggjuhátíð á næsta ári

Bryggjuhátíð 2017: Fram fór í blíðviðrinu landsleikur í knattspyrnu milli Drangsness og Hólmavíkur. Heimamenn eru voru hvítklæddir og spiluðu sambabolta og rúlluðu Hólmvíkingunum upp 7:4 Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Á íbúafundi á Drangsnesi þann 6.10. 2019 var ákveðið að halda bryggjuhátíð 18. júlí 2020. Bryggjuhátíðin á Drangsnesi var fyrst haldið 1996 og er ásamt Mansahátíðinni á Suðureyri með elstu bæjarhátíðum á  Vestfjörðum.

Eftir því sem næst verður komist var síðasta bryggjuhátíð á Drangsnesi haldin 2017 og var hún sú 19. í röðinni. Mikill fjöldi mætti þá eða a.m.k. 1000 manns, sem verður að teljast vel gert í þorpi með vel innan við 100 íbúa.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps fagnaði því á fundi í síðustu viku því að ákveðið hefur verið að halda bryggjuhátíð á næsta ári og samþykkti að taka þátt í verkefninu líkt og á fyrri hátíðum.

Dagskrá hátíðarinnar er vegleg og hefur verið með líku sniðu frá upphafi. Sjávarréttasmakkið er feykivinsælt, bátsferðir eru út í Grímsey, sögusýning um heita vatnið á Drangsnesi, kaffihlaðborð, fótboltaleikur milli Hólmavíkur og Drangsness, Bryggjó got talent hæfileikakeppni, brekkusöngur og ball um kvöldið.

 

 

DEILA