Bolungavíkurhöfn: tæplega 2000 tonn í september

Tæplega 2000 tonn af bolfiski var landað í Bolungavíkurhöfn í september mánuði. Sirrý ÍS landaði 557 tonnum úr 7 veiðiferðum. Jónína Brynja ÍS landaði 178 tonnum eftir 18 róðra og Fríða Dagmar ÍS 175 tonnum í 21 róðri. Steinunn SH var með 134 tonn í 14 róðrum og Saxhamar SH 99 tonnum í 7 róðrum. Klettur ÍS var með 82 tonn í 4 róðrum.

Í síðustu viku var landað um 425 tonnum. Sirrý ÍS landaði 200 tonnum eftir tvær veiðiferðir. Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS lönduðu 56 tonnum og 38 tonnum.

Athugasemdir

athugasemdir