Bolungavíkurhöfn: tæplega 2000 tonn í september

Tæplega 2000 tonn af bolfiski var landað í Bolungavíkurhöfn í september mánuði. Sirrý ÍS landaði 557 tonnum úr 7 veiðiferðum. Jónína Brynja ÍS landaði 178 tonnum eftir 18 róðra og Fríða Dagmar ÍS 175 tonnum í 21 róðri. Steinunn SH var með 134 tonn í 14 róðrum og Saxhamar SH 99 tonnum í 7 róðrum. Klettur ÍS var með 82 tonn í 4 róðrum.

Í síðustu viku var landað um 425 tonnum. Sirrý ÍS landaði 200 tonnum eftir tvær veiðiferðir. Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS lönduðu 56 tonnum og 38 tonnum.

DEILA