Bolungavíkurhöfn: framkvæmdaþörf 1,1 milljarður króna

Á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga með alþingismönnum kjördæmisins, í Flókalundi á mánudaginn var mikið áhersla lögð á úrbætur í hafnarmálum.  Í mörgum höfnum á Vestfjörðum þarf að ráðast í brýnar framkvæmdir til úrbóta. Ein  þeirra er Bolungavíkurhöfn. Þar  er þörf á framkvæmdum fyrir liðlega 1 milljarð króna.

Eins og sjá má að myndinni að neðan eru sjö framkvæmdir tilgreindar. Af þeim eru þrjár á tímaáætlun.  Lenging Brimbrjótisins er merkt nr 1. Hún kostar 302 milljónir króna og er á áætlun á næsta ári. Næst er 2021 sandfangari og endurbygging nr 7. Sú framkvæmd kostar 53 milljónir króna. Þá er endurbygging Lækjarbryggju, merkt nr 3. Hún kostar 351 milljón króna og er á áætlun 2023.

Fjórar framkvæmdir eru ekki inn á samgönguáætlun og óvíst hvenær þær komast til framkvæmda. Þær eru:

Nr. 3 Dýpkun innri hafnar sem kostar 20 milljónir króna.

Nr. 4 Lenging Grundargarðs – ytri , kostar 90 milljónir króna.

Nr. 5 Lenging Grundargarðs – innri sem kostar 150 milljónir króna.

Nr. 6 Iðnaðarlóð, landfylling og garður 120 milljónir króna.

DEILA