Bolungavík: ljósleiðaravæðing hafin af krafti

Frá undirritun samningsins. Mynd: aðsend.

Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt samstarfssamning við Snerpu um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Snerpa hefur þegar hafið lagningu ljósleiðara í dreifbýlinu og mun ljúka því nú í haust. Nær það til Syðridals, Þjóðólfstungu og Hlíðardals. Þá verður lagður ljósleiðari í haust í efsta hverfi kaupstaðarins að blokkunum eða jafnvel þæ tengdar líka fyrir áramót. Ljósleiðari verður lagður í þéttbýlið að öðru leyti á næstu fjórum árum. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að tekist hefði samstarf við Orkubú Vestfjarða, sem  nýtti sér ljósleiðaravæðingu og aðkoma Orkubúsins væri mjög þýðingarmikil fyrir framvindu verksins.

Ljósleiðarinn verður í sameiginlegri eigu bæjarsjóðs Bolungavíkur og Snerpu fyrstu 10 árin en að því loknu eignast Snerpa hann að fullu. Átakið Ísland ljóstengt, sem  er á vegum ríkisins, styrkir framkvæmdirnar í Bolungavík eins og víðar á landinu.

DEILA